Heimsókn frá Krílabæ og 1. bekk grunnskólans

Mánudaginn 24. apríl komu eldri börnin í Krílabæ og 1. bekkur grunnskólans, ásamt kennurum sínum, í heimsókn í Barnaborg. Við tókum á móti gestunum í Sunnuborg, settumst saman í hring og kynntum okkur. Börnin töldu þó að við þekktumst alveg svo það væri jafnvel óþarfi. Líkt og í sambærilegri heimsókn í Krílabæ í haust var gaman að sjá 1. bekkinga heimsækja leikskólann og upplifa hvað þau eru orðin stór.

Þessar heimsóknir eru liður í samvinnu starfsstöðva Þingeyjarskóla og styðja við samfellu í skólagöngu barnanna.