Innflutningsgjöf frá Kvenfélagi Aðaldæla

Kvenfélag Aðaldæla gaf leikskólanum 200.000 krónur að gjöf í tilefni flutnings leikskólans í nýtt húsnæði. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að kaupa sessur með stillanlegu baki sem nýtast bæði fyrir börn og starfsfólks þegar setið er á gólfinu. Við þökkum kvenfélaginu kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem á eftir að nýtast vel.