Haustgleði Þingeyjarskóla

Sýnt verður leikritið Blái hnötturinn, sem er leikrit með söngvum og  byggt  á bókinni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með tónlist eftir Kristjönu Stefánsdóttur.  

Að leiksýningu lokinni verður stiginn dans.   

Miðaverð: 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri og  grunnskólanemendur Þingeyjarskóla. Athugið að ekki er hægt að greiða með korti.   

Sjoppa á staðnum.   

Allir hjartanlega velkomnir.  

Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.