Hafið bláa

Haustgleði Þingeyjarskóla var haldin föstudaginn 11. nóvember. Settur var upp söngleikurinn Hafið bláa eftir þau Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Nemendur unglingastigsins og nemendur 4. bekkjar voru í lykilhlutverkum í sýningunni. Tónlistardeildin sá alfarið um tónlistarflutninginn. Að lokinni sýningu stigu nemendur og gestir þeirra dans.

Það er alltaf heilmikil áskorun fólgin í því að setja upp sýningar sem þessar og gaman að fylgjast með því hvernig verkinu eykst ásmeginn eftir því sem nær dregur sýningu.

Við erum afskaplega stolt af þessum frábæra nemendahópi okkar.

Gestir og gangandi fóru afar ánægðir heim að lokinni sýningu.