- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistadeild
- Nemendur
Skólahjúkrunarfræðingur
Heilsuvernd skólabarna verður með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Skólahjúkrunarfræðingur er Ingibjörg Stefánsdóttir ingibjorgs@hsn.is.
Hjúkrunarfræðingur verður í Þingeyjarskóla á miðvikudögum í vetur.
Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-h heilsunnar sem er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar og Embættis landlæknis. Áherslur fræðslunnar eru hollusta – hvíld – hreyfing – hreinlæti – hamingja - hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fá foreldrar sent bréf og gefst þeim þá kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu.
1. bekkur Börn sjónprófuð, hæðarmæld og vigtuð. Fræðsla um hollustu, tennur, tannhirðu, hreinlæti, slysavarnir og hamingju.
2. bekkur Fræðsla um svefn og hvíld og hamingju.
3. bekkur Fræðsla um hollustu og hreyfingu.
4. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð. Fræðsla um slysavarnir, tannheilsu og hamingju.
5. bekkur Fræðsla um hreyfingu, hollustu og hamingju.
6. bekkur Kynþroskafræðsla.
7. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð. Fræðsla um tannvernd, hamingju og hugrekki. Bólusett við mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkum boðið upp á bólusetningu til að koma í veg fyrir forstigsbreytingar í leghálsi og leghálskrabbamein (tvær sprautur).
8. bekkur Fræðsla um hugrekki og líkamsímynd.
9. bekkur Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki stífkrampa og kíghósta (ein sprauta). Fræðsla um kynheilbrigði.
10. bekkur Fræðsla um kynheilbrigði og ábyrgð á eigin heilsu.
Öllum börnum er gefinn kostur á viðtali við hjúkrunarfræðing árlega. Þeim börnum sem eitthvað finnst athugunarvert hjá er fylgt eftir. Náin samvinna er höfð við kennara um velferð nemenda, og situr hjúkrunarfræðingur í nemendaverndarráði. Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing ef breytingar verða á heilsufari barna þeirra, líkamlegu og/eða andlegu, eða ef einhverjar spurningar vakna.
Flúorþjálfun fer fram í 1. bekk og er foreldrum boðið að fá flúor að henni lokinni til að halda áfram flúorskolun heima. Vikuleg flúorskolun með 0,2% FLUX veitir viðbótarvörn gegn tannskemmdum.