Þróunarverkefnið Læsi fyrir lífið

Þingeyjarskóli hóf nú í haust 4 ára þróunarverkefni í samstarfi við Háskólann á Akureyri. 

 

Þróunarverkefnið Læsi fyrir lífið miðar að því að efla læsiskennslu með fjölbreyttum aðferðum. Aðferðin byggir á að nýta samvirkar læsiskennsluaðferðir og samþætta vinnu með orðaforða, lesskilning, lesfimi, ritun, samræðu, tjáningu og hlustun í skólastarfi.   Í verkefninu Læsi fyrir lífið er unnið með læsi þvert á námsgreinar og fá kennarar leiðsögn og þjálfun í að kafa dýpra í viðfangsefni með nemendum og nota verkfæri á borð við gagnvirkan lestur, hugtakagreiningu, ritunarramma, samræður o.fl. til að efla skilning og nám nemenda.   Lögð er áhersla á að kennarar og nemendur tileinki sér fjölbreyttar og hagnýtar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að séu árangursríkar í að efla læsi.

 

Markmið þróunarverkefnisins er að:

  • efla læsisfærni nemenda ár frá ári 

  • flétta læsi inn í allt skólastarf alla daga ársins

 

Gert er ráð fyrir að allir kennarar skólans taki þátt á einn eða annan hátt í þróunarverkefninu. Markhópurinn er mið- og unglingastig en yngsta stig mun einnig taka þátt með einum eða öðrum hætti. 

 

Með þátttöku í verkefninu taka kennarar þátt í lærdómsferli, þeir ígrunda eigið starf og tileinka sér nýja þekkingu í samstarfi við starfsfélaga og ráðgjafa frá Miðstöð skólaþróunar við HA.