Bókavika - unnið með bækur að heiman

Bókavikan okkar er í fullum gangi. Börnin eru stolt og spennt að hlusta á upplestur úr bókum að heiman og áhugasöm um verkefni þeim tengdum. Hér sést elsti árgangurinn í hópastarfi. Þau völdu sér bók sem myndefni í eigin teikningu og veltu fyrir sér fyrsta hljóði í nafni sögupersóna.