Fréttir

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki

Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir starfsfólki. Viltu vinna í skemmtilegu umhverfi, með frábærum nemendum og með góðu samstarfsfólki? Ef svo er ættir þú að íhuga starf í Þingeyjarskóla.
Lesa meira

Skóladagatal grunnskóla- og tónlistardeildar 2024-2025

Smellið á fyrirsögnina til að nálgast skóladagatal næsta skólaárs.
Lesa meira

Höfðingleg gjöf

Þórir Már Einarsson skólaliði við Þingeyjarskóla færði skólanum að gjöf nokkur stjörnustríðs lego model. Þórir er mikill aðdáandi Star Wars ævintýrisins og ákvað að skólinn fengi að njóta nokkurra þeirra legomódela sem hann hefur sankað að sér á undangengnum árum. Nemendur skólans munu sannarlega nýta sér þessa höfðinglegu gjöf. Þingeyjarskóli þakkar fyrir þessa frábæru gjöf.
Lesa meira

Vorgleði Þingeyjarskóla 14.03.2024

Vorgleði Þingeyjarskóla verður haldin 14.03.2024. (smellið á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar)
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Í ljósi þess að búið er að gefa út appelsínugula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á okkar svæði og fyrirsjáanlegs mikils vindstyrks fellur skólahald grunnskóla- og tónlistardeildarinnar niður á morgun 25.01.2024. Við stefnum á að hafa opið í leikskóladeildunum. Foreldrar eru hvattir til að fara varlega og fylgjast vel með tilkynningum frá leikskóladeildunum.
Lesa meira

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki

Viltu koma og vinna með frábærum nemendum og skemmtilegum vinnufélögum? Þá ættirðu að íhuga starf hjá okkur í Þingeyjarskóla
Lesa meira

Haustgleði - Aðventugleði Þingeyjarskóla

Haustgleði - Aðventugleði Þingeyjarskóla verður fimmtudaginn 14. desember. Sýnt verður leikritið Benedikt búálfur. Smellið á fyrirsögnina fyrir upplýsingar :)
Lesa meira

Ungmennaþing SSNE á Raufarhöfn.

Velheppnað ungmennaþing á Raufarhöfn 21. - 22. nóvember.......
Lesa meira

Gerður Fold minning

Um þessar mundir kveðjum við einn af nemendum okkar, yndislega litla stúlku sem tekin var frá okkur allt of snemma. Elsku Gerður Fold byrjaði í Leikskólanum Barnaborg í ágúst 2020. Hún var einstök stúlka, íbyggin og hugsandi. Það var aldrei neinn æsingur í henni, hún fór sínu fram á sinn rólega hátt og lét ekki svo auðveldlega slá sig út af laginu. Það var yndislegt að fylgjast með henni og frænda sínum Bjarna Þór leika saman og dansa fyrsta veturinn þeirra í leikskólanum. Gerður átti líka sinn eigin ríkulega ímyndunarheim og fannst þá oft gott að fá að leika sér í friði og ró. Á sama tíma var hún tryggur vinur og systir sem vildi öllum vel. Við fundum alltaf hvað Gerður bjó að miklu öryggi í fjölskyldu sinni.
Lesa meira