- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistadeild
- Nemendur
Þann 1. janúar 2022 tóku á Íslandi gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og í kjölfarið hófst innleiðingarferli sem enn stendur yfir. Lögin byggja m.a. á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og eiga við um öll börn frá 0-18 ára aldurs. Markmið laganna er að stuðla að velferð barna og tryggja þeim aðgang að þjónustu sem þau þurfa á að halda og eiga rétt á, óháð kerfum eða stofnunum.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Í september 2024 var haldin kynning í Þingeyjarskóla á farsæld barna og hlutverki tengiliða. Hér má nálgast glærukynningu sem notuð var á fundinum.