Frétt frá Barnaborg

Í dag fóru elstu þrír árgangar leikskólans í íþróttatíma í Ýdölum, í stað þess að fara í íþróttir í Sunnuborg. Börnin höfðu greinilega mjög gaman af því að hlaupa um í stórum salnum og voru svo heppin að fá bæði Jóhann skólastjóra og svo Sigmund íþróttakennara til að leiða þau í nokkrum hlaupaleikjum. Við ætlum að fara í íþróttatíma í Ýdölum alla miðvikudaga í apríl. Farið verður frá Barnaborg kl. 12:50 og komið til baka um klukkan 14:00