Sumar og sól

Eftir yndislegan júnímánuð, sem við eyddum að mestu utandyra, höldum við í sumarfrí og hlökkum til að sjá börnin að því loknu. Með styrk frá Kvenfélagi Aðaldæla hefur foreldrafélagið gefið okkur tvö jafnvægishjól til viðbótar við þau tvö sem við fengum frá foreldrafélaginu í fyrra. Hægt er að stilla sætin á hjólunum svo þau henta bæði fyrir elstu börnin og þau yngri. Eftir sumarfrí munum við sjá meira af gjöfum frá kvenfélaginu. Við þökkum kærlega fyrir rausnarlega gjöf og óeigingjarna vinnu stjórnar foreldrafélagsins við val á þroskandi og góðum leikföngum.