Um Krílabæ

Leikskólinn Krílabær hóf starfsemi sína haustið 1988 og var þá staðsettur í litlu sumarhúsi á Einarsstöðum.  Þann vetur voru 13-16 börn í leikskólanum og 2 starfsmenn.   Opið var frá 13:00-17:00 og var það foreldrafélagið sem rak skólann.  Haustið eftir flutti leikskólinn starfsemi sína í húsnæði fyrrum Húsmæðraskólans á Laugum og síðar Grunnskólans á Laugum. Hann var þar í nokkur ár eða þar til hann flutti í núverandi húsnæði sitt í eldri byggingu Litlulaugaskóla,  þar sem tónlistarskóli Reykdæla er einnig til húsa.   Krílabær var rekinn sem hálfs dags leikskóli allt til haustsins 2002 en þá var honum breytt í heilsdags leikskóla.  Í dag eru 5 börn í leikskólanum og 4 starfsmenn í misjöfnum stöðuhlutföllum.

Leikskólinn er opinn alla daga frá klukkan 7:45 - 16:15.

Námskrá Krilabæjar byggir á hugmyndafræði Gardners, Vigotsky og Dewey og fylgir lögum um leikskóla og skólastefnu Þingeyjarsveitar.

Krílabær er rekinn sem deild undir Þingeyjarskóla og er skólastjóri hans Jóhann Rúnar Pálsson. Deildarstjóri Krílabæjar er Birna Óskarsdóttir.

Hér má finna lista yfir starfsfólk skólans.