Í dag færði Hjálparsveitin í Aðaldal nemendum skólans endurskinsmerki að gjöf ásamt því að fræða nemendur um mikilvægi þess að sjást vel í skammdeginu. Við þökkum kærlega fyrir þessar góðu gjafir.
Jólaföndurdagur grunnskólans var haldinn 9. desember og var hann mjög ánægulegur í alla staði þrátt fyrir það að við söknuðum þess að geta ekki haft með okkur foreldra/forráðamenn.
Skólahald leikskóladeilda með hefðbundnum hætti á föstudeginum 4. desember. Grunnskóla- og tónlistardeildarstarf hefst kl. 9:00. Heimferð skólabíla er kl. 12:20
Ekkert skólahald í Þingeyjarskóla á morgun, fimmtudaginn 3. desember vegna veðurútlits.
Þessi tilkynning á við báðar leikskóladeildirnar Barnaborg og Krílabæ. Einnig á hún við um grunnskóla- og tónlistardeild Þingeyjarskóla.
Skólahald í Þingeyarskóla er með breyttu sniði þessa dagana vegna aukinnar áherslu á sóttvarnir. Kennsla hefst kl. 08:30 og lýkur 11:40. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi borðað morgunmat heima en skóladegi lýkur fyrir hádegismat. Leikskóladeildir halda sínu striki fyrir utan auknar sóttvarnir.