Skv. ákvörðun yfirvalda gilda hertar sóttvarnarreglur fyrir almenning í þrjár vikur eða til 15. apríl.
Staðnám grunnskólabarna er óheimilt frá og með 25. mars til og með 31. mars.
Við minnum á BLÁA DAGINN, dag einhverfunnar, sem við höldum hátíðlegan um land allt föstudaginn 9. apríl n.k. Þá eru vinnustaðir og skólar hvattir til að mæta bláklædd þann daginn og sýna þannig stuðning. Við mælum með allskonar bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á. #blárapríl
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram föstudaginn 5. mars í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Fulltrúar Þingeyjarskóla voru þau Alexandra Ósk Hermóðsdóttir og Ellert Guðni Knútsson. Bæði stóðu sig afar vel.
Nemendur unglingastigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 2. og 3. bekkja ætla að frumsýna söngleikinn um Ronju Ræningjadóttur, föstudaginn 12. febrúar kl. 19.00.
Vegna sóttvarnarreglna getum við ekki boðið aðstandendum á sýninguna en henni verður streym...
Í dag var hundraðdaga hátíð í 1. bekk. Við gerðum okkur glaðan dag og unnum allskonar verkefni í tengslum við töluna 100. Nemendur mættu í náttfötum/kósýfötum, horfðu á Skýjahöllina og fengu popp, saltstangir, Tomma og Jenna kex og svala.
Frábær dagur í alla staði.
Í dag færði Hjálparsveitin í Aðaldal nemendum skólans endurskinsmerki að gjöf ásamt því að fræða nemendur um mikilvægi þess að sjást vel í skammdeginu. Við þökkum kærlega fyrir þessar góðu gjafir.
Jólaföndurdagur grunnskólans var haldinn 9. desember og var hann mjög ánægulegur í alla staði þrátt fyrir það að við söknuðum þess að geta ekki haft með okkur foreldra/forráðamenn.