Tónkvíslin er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum og var haldin laugardagskvöldið 11. mars. Þingeyjarskóli sendi þrjú atriði í grunnskólakeppnina sem öll stóðu sig mjög vel. Það var hin gríðarlega efnilega söngkona Alexandra Ósk Hermóðsdóttir sem si...
Hluti nemenda við Þingeyjarskóla var í skemmtilegu verkefni fimmtudaginn 16.03.2023.
Ingólfur Ingólfsson og Vésteinn Garðarsson tóku á móti krökkum úr Þingeyjarskóla og leiðbeindu við dorgveiði á Vestmannsvatni.
Var þetta hin besta skemmtun og höfðu nemendur á orði að þetta þyrfti að endurtaka við fyrsta tækifæri.
Það voru ekki kjöraðstæður við dorgið þar sem mikill snjór er yfir öllu vatninu sem gerir það erfiðara að fá fisk til að taka.
Ingólfur sagði að betra væri að hafa meira skyggni fyrir silunginn, þau skilyrði sem væru núna þýddu mikið myrkur í vatninu.
Við þökkum þeim Ingólfi og Vésteini kærlega fyrir mikla og góða aðstoð en þeir meðal annars sáu um að útvega grjæjur og beitu til veiðanna.
Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólastarfsmanni í afleysingar og/eða í framtíðarstarf.Þingeyjarskóli auglýsir eftir skólaliða í 80 – 100% starf. Við leitum að starfsmönnum sem: Treysta sér í faglega og metnaðarfulla vinnu Eru lausnamiðaðir ...
Nemendur á unglingastigi hafa verið að leggja mikla áherslu á lestur í vetur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á skýran og lifandi lestur. Þá hafa lestraræfingar verið með nýju sniði þar sem nemendur taka myndband af lestrinum og setja hann inn á See...
Við í leikskólanum Barnaborg fengum dýrmæta sendingu frá Sigríði Sigurðardóttur á Núpum. Listilega prjónaða lopaleista og ullarvettlinga sem passa á litlar hendur og fætur. Sigríður hefur margsinnis áður gefið Barnaborg vettlinga og sokka og við erum...