Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir starfsfólki.
Viltu vinna í skemmtilegu umhverfi, með frábærum nemendum og með góðu samstarfsfólki? Ef svo er ættir þú að íhuga starf í Þingeyjarskóla.
Við viljum fá til liðs við okkur:
Leikskólakennara/leikskólastarfsmann í 60-80% starf við leikskóladeildina Krílabæ á Laugum frá og með 6. ágúst.
Leikskólakennara/leikskólastarfsmann í 80 – 100% starf við leikskóladeildina Barnaborg frá og með 6. ágúst.
Skólaliða í 80-100% starf frá og með 15. ágúst.
Matráð – aðstoð í eldhúsi 75 – 100% starf
Við leitum að starfsfólki sem:
Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með rétt um 100 nemendur. Þar af rúmlega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra.
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Möguleiki er á húsnæði.
Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2024.
Umsóknir skulu sendast á netfangið asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Nánari upplýsingar veitir Ásta Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í gegnum netfangið asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is eða í síma 5121803