Byrjendalæsi

Byrjendalæsi

Í Þingeyjarskóla fer kennsla á yngsta stigi fram samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Byrjendalæsi er kennsluaðferð ætluð nemendum í 1. og 2. bekk. og margir skólar aðlaga aðferðina fyrir 3. og 4. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann síðan notaður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning, hlustun, tal og ritun af ýmsu tagi.

Grunnstoðir Byrjendalæsis eru eftirfarandi;

  • Lestur, ritun, tal og hlustun er samofnir þættir og unnið er með þá á heildstæðan hátt.
  • Merkingabær viðfangsefni sem byggja á gæðatexta.
  • Markviss samvinna og samskipti nemenda í námi.
  • Einstaklingsmiðun í kennslu, stigskiptur stuðningur við nám.
  • Markviss kennsla aðferða styðja við lesskilning og fjölbreytta ritun.
  • Nám án aðgreiningar, einstaklingsþörfum mætt innan nemendahópsins.

(Fengið úr fréttabréfi Byrjendalæsis september 2009)

Allir kennarar á yngsta stigi í Þingeyjarskóla hafa hlotið þjálfun/kennslu í Byrjendalæsi.

Til að fara á heimasíðu Byrjendalæsis hjá Háskólanum á Akureyri er eftirfarandi vefslóð:

https://sites.google.com/view/byrjendalaes/fors%C3%AD%C3%B0a