Leikskóladeildir Þingeyjarskóla eru til húsa á tveimur stöðum.
Leikskólinn Barnaborg er um 25 barna leikskóli, til húsa í suðurenda Þingeyjarskóla í Aðaldal. Barnaborg er opin frá kl. 7:45-16:15 alla virka daga.
Leikskólinn Krílabær er um 5-10 barna leikskóli staðsettur á Laugum í Reykjadal. Krílabær er opin 8:00-16:00 alla virka daga.
Börn á aldrinum eins til sex ára eiga vistun í leikskóladeildunum. Leikskólastarfið byggir á lögum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla 2011 og skólastefnu Þingeyjarsveitar.
Leikskólastarfið er byggt í kringum sjálfsprottinn leik barnanna með áherslu á útiveru og sköpunarferli með fjölbreyttan efnivið.
Leikskólinn vinnur náið með grunnskóladeild Þingeyjarskóla um samfellu milli skólastiga og tónlistar- og íþróttakennslu fyrir börnin.
Í leikskóladeildunum vinna um 10 starfsmenn við umönnun barnanna, í eldhúsi og við þrif. Sjá nánar: Starfsfólk Þingeyjarskóla
Leikskólastjóri er Nanna Marteinsdóttir. Verkefnastjóri á yngri barna svæði Barnaborgar er: Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir. Verkefnastjóri á eldri barna svæði Barnaborgar er Karen Ósk Kristjánsdóttir. Verkefnastjóri í Krílabæ er Erla Ingileif Harðardóttir.