Vorgleði Þingeyjarskóla verður haldin með gleði og glæsilegri leiksýningu í Ýdölum þriðjudagskvöldið 26. apríl kl. 20:00!
Nemendur á yngsta- og miðstigi setja upp og spila undir í leiksýningunni "Dýrin í Hálsaskógi" en að henni lokinni verður slegið í dans og skemmtun.
Sýningunni verður streymt á eftirfarandi slóð: twitch.tv/hljodveridbruar