100 daga hátíðin

Hundrað daga hátíð var haldin á yngsta stigi í gær. Þessi hátíð er haldin þegar nemendur í 1. bekk eru búnir að vera í grunnskólanum í 100 daga. Við höfum talið dagana og kennt þeim í leiðinni hugtökin tugur og eining. Þetta var kósý/náttfata dagur þar sem nemendur unnu alls konar áskoranir sem tengjast tölunni 100. Nemendur fengu popp og safa og horfðu síðan á bíómynd. Skemmtilegur dagur í alla staði.