Nemendur Þingeyjarskóla héldu Skuggakosningu um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar.
Kosið var um fjögur nöfn; Goðaþing, Laxárþing, Suðurþing og Þingeyjarsveit.
Kjörsókn var 90%. Á kjörskrá voru 71 nemandi við skólann og kusu 64.
Gildir seðlar voru 64.
Enginn ógildur seðill.
Úrslit urðu þau að Þingeyjarsveit hlaut 32 atkvæði eða 50% greiddra atkvæða.
Laxárþing hlaut 19 atkvæði
Suðurþing hlaut 7 atkvæði
Goðaþing hlaut 6 atkvæði
Kjörnefnd var að störfum og voru það nemendur af unglingastigi sem skipuðu hana. Komið var upp kjörklefum og blásið til kjörfundar í félagsheimilinu Ýdölum. Framkvæmdin tókst að öllu leyti mjög vel og óhætt að hrósa þessum öflugu unglingum Þingeyjarskóla fyrir framkvæmdina.
Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir leikskólakennara/leikskólastarfsmanni í 50% starf við leikskóladeildina Krílabæ á Laugum í Reykjadal. Smellið á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar
Í ljósi veðurviðvarana og tilmæla frá Almannavörnum fellur allt skólahald Þingeyjarskóla niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Þ.e. starf leikskóla-, grunnskóla- og tónlistardeilda.
Kveðja góð.
Skólastjóri
Nemendur unglingastigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 3. og 4. bekkja ætla að frumsýna leikritið Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson þann 12. nóvember kl. 20.00.
Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir á sýninguna en við biðjum þá um að...