Litlu jól Þingeyjarskóla

Krílabær var með litlu jól í dag, miðvikudaginn 18. desember. Barnaborg heldur sín litlu jól á morgun fimmtudaginn 19. desember kl. 14:30. Grunnskóla- og tónlistardeild skólans eru með sín litlu jól annað kvöld kl. 18:00. Áætluð heimferð er kl. 20:00.
Nemendur grunnskólans fara heim á morgun eftir hádegisverð og koma síðan aftur í skólann með kvöldinu.