Útivera í Barnaborg


Veðrið hefur leikið við okkur eftir sumarfríið. Börnin hafa unað sér virkilega vel í blíðunni sunnan við hús, að skoða blómin og lífið í moldinni, hlaupa um og upp á gervigíginn, í sandkassanum og íþróttavellinum. Eldri börnin fóru með jafnvægishjólin út á hlaupabrautina og fóru í mikla leiðangra kringum völlinn og léku sér í runnunum.