Útskrift nemenda leikskóla- og grunnskóladeilda og skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar.

Útskriftarnemendur 10. bekkjar ásamt umsjónakennurum sínum.
Útskriftarnemendur 10. bekkjar ásamt umsjónakennurum sínum.

Skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar og útskrift nemenda leikskóla- og grunnskóladeilda

Skólastarfið hófst síðastliðið ár í byrjun ágúst þegar leikskóladeildirnar hófu sitt starf. Grunnskóla- og tónlistardeildir hófu síðan sitt starf upp úr miðjum ágúst.

73 nemendur hófu nám við grunnskóladeildina síðastliðið haust og 31 í leikskóladeildum. Okkur bættist síðan góður liðsauki ofan úr Mývatnssveit eftir áramót þegar 5 nemendur unglingastigsins þaðan komu til okkar.

Nemendur í Tónlistardeild Þingeyjarskóla voru 53 á vorönn og læra á ýmis hljóðfæri auk söngs.

Sem fyrr er mikið og gott samstarf tónlistardeildar við aðrar deildir skólans. 

Starf leikskóladeildanna hefur verið með líkum hætti og undanfarin ár. Með starfsstöðvar á Laugum og á Hafralæk. 24 leikskólanemendur hafa verið í Barnaborg og 8 í Krílabæ frá áramótum.

Leikskóladeildirnar fara í sumarleyfi eftir föstudaginn 30. júní og tekur til starfa að afloknu sumarleyfi þriðjudaginn 8. ágúst.

Nokkrir starfsmenn voru kvaddir á skólaslitunum

Stefán Óli Hallgrímsson skólaliði

Arnþór Máni Böðvarsson skólaliði

Agnes Þórunn Guðbergsdóttir leikskólakennari

Hilmar Örn Sævarsson leikskólastarfsmaður

Patrycja Maria Reimus stuðningsfulltrúi

Elín Kjartansdóttir matráður og tóvinnukona

Hólmfríður Þorkelsdóttir yfirmatráður

Öllu þessu góða fólki sem er hér getið á undan er þakkað fyrir störf þeirra við Þingeyjarskóla og í leiðinni er þeim óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum.

 

9 nemendur útskrifast úr leikskóladeildunum Barnaborg og Krílabæ nú í vor.

10 nemendur útskrifuðust úr grunnskóladeildinni.

Ákveðið hefur verið að veita ekki einstaklingsverðlaun við skólann heldur færa öllum hópnum í staðinn gjöf frá skólanum.

Kvenfélag Aðaldæla og Kvenfélag Reykdæla gáfu útskriftarnemum grunnskóladeildar veglega útskriftargjöf.