Við erum að fara í sumarfrí!

Morgundagurinn 26. júní verður síðasti skóladagurinn hjá okkur þetta skólaárið en þá fara báðar leikskóladeildirnar, Krílabær og Barnaborg, í sumarfrí til miðvikudagsins 5. ágúst.

Skrifstofa Þingeyjarskóla verður einnig í sumarleyfi í júlí en við bendum á að nýtt skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 lumar á ýmsum svörum við spurningum sem gætu vaknað í sumar.

Óskum ykkur öllum gleði og hamingju þetta sumarið, eins og ævinlega, með þakklæti fyrir liðið skólaár.

 

Útisvæði Þingeyjarskóla á góðum degi