Alexandra Ósk vann Tónkvíslina

Tónkvíslin er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum og var haldin laugardagskvöldið 11. mars. Þingeyjarskóli sendi þrjú atriði í grunnskólakeppnina sem öll stóðu sig mjög vel. Það var hin gríðarlega efnilega söngkona Alexandra Ósk Hermóðsdóttir sem sigraði grunnskólakeppnina og óska starfsfólk og nemendur Þingeyjarskóla Alexöndru innilega til hamingju með frábæran árangur.