Alþjóðlegur dagur læsis er haldinn hátíðlegur 8. september ár hvert en Sameinuðu þjóðirnar helguðu þennan dag læsismálefnum árið 1965. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis sem undirstöðu menntunar, jöfnuðar og samfélagslegrar þátttöku.
Læsi er ekki aðeins umskráning stafa og hljóða heldur hæfni til að skilja, túlka og miðla texta í víðum skilningi. Þannig er það lykill að menntun, tækifærum og virkri þátttöku í samfélaginu. Því er brýnt að viðurkenna hlutverk foreldra og skóla í að styðja börn í lestri, meðal annars með því að lesa fyrir þau og með þeim, ræða efnið, virkja áhugasvið þeirra og tryggja gott aðgengi að bókum. Þátttaka foreldra og jákvæð hvatning geta skipt sköpum fyrir lestraráhuga barna.
Á þessum degi hefur víða verið boðað til lestrarviðburða, meðal annars sameiginlegra lestrarstunda í skólum, þar sem allir lesa á sama tíma. Með slíkum aðgerðum og með því að gera bókmenntir sýnilegar í daglegu lífi styrkjum við læsi, sem er bæði vopn gegn fátækt og stéttaskiptingu og lykill að réttlátara samfélagi með jöfn tækifæri fyrir börn og ungmenni. Í Þingeyjarskóla settust allir innan skólans að lestri í tilefni dagsins kl. 11:40. Nemendur og starfsfólk las í áhugasviðs bókum eða hlustuðu á upplestur kennara sinna.