Blái dagurinn, dagur einhverfunnar.

Við minnum á BLÁA DAGINN, dag einhverfunnar, sem við höldum hátíðlegan um land allt föstudaginn 9. apríl n.k.  Þá eru vinnustaðir og skólar hvattir til að mæta bláklædd þann daginn og sýna þannig stuðning. Við mælum með allskonar bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á. #blárapríl