- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistadeild
- Nemendur
Alþjóðlegur dagur læsis er á sunnudaginn en þá er fólk hvatt til að lesa, segja sögur, fara með ljóð eða nota tungumálið á annan hátt til ánægjulegra samskipta.
Við í Þingeyjarskóla héldum upp á Dag læsis í dag með því að hafa sameiginlega yndislestrarstund í öllum skólanum. Yndislestur er lestur í hljóði þar sem markmiðið er að lesa sér til ánægju. Allir starfsmenn og nemendur lásu saman í 20 mínútur víðsvegar um skólann og þá var einnig boðið upp á upplestur fyrir þá nemendur sem vildu hlusta á sögu.
Virkilega vel heppnuð lestrarstund sem bæði nemendur og starfsfólk höfðu ánægju af.