Skólasetning 2022

Þingeyjarskóli var settur í blíðskaparveðri mánudaginn 22. ágúst. Ekki var annað hægt að sjá en að nemendur mættu glaðir til starfa og starfsfólk hlakkar til samstarfs á komandi skólaári.

Síðan þá hefur veðrið verið með leiðindi sem varð til þess að öllum haustferðum var frestað fram í næstu viku. Veðurspáin lofar okkur sól og 20 stiga hita í næstu viku. Við hlökkum þvi mikið til að vera úti og njóta náttúrunnar.