Útivistarval Þingeyjarskóla

Útivistar- og björgunarsveitarval á dorgveiðum
Útivistar- og björgunarsveitarval á dorgveiðum

Hluti nemenda við Þingeyjarskóla var í skemmtilegu verkefni fimmtudaginn 16.03.2023.
Ingólfur Ingólfsson og Vésteinn Garðarsson tóku á móti krökkum úr Þingeyjarskóla og leiðbeindu við dorgveiði á Vestmannsvatni.
Var þetta hin besta skemmtun og höfðu nemendur á orði að þetta þyrfti að endurtaka við fyrsta tækifæri.
Það voru ekki kjöraðstæður við dorgið þar sem mikill snjór er yfir öllu vatninu sem gerir það erfiðara að fá fisk til að taka. Þó náðist einn urriði í þetta skipti.
Ingólfur sagði að betra væri að hafa meira skyggni fyrir silunginn, þau skilyrði sem væru núna þýddu mikið myrkur í vatninu.
Við þökkum þeim Ingólfi og Vésteini kærlega fyrir mikla og góða aðstoð en þeir meðal annars sáu um að útvega grjæjur og beitu til veiðanna.Björgvin og Ingólfur