Erasmus verkefni - Kýpur

Kýpverskir nemendur að sýna þjóðdans
Kýpverskir nemendur að sýna þjóðdans

Erasmus ferð til Kýpur – stutt samantekt.

 

Dagana 27. – 31. mars fóru 6 starfsmenn til Kýpur vegna Erasmus verkefni Þingeyjarskóla. Kýpverjar tóku afar vel á móti hópnum og var gaman að fá að kynnast aðbúnaði og kennsluháttum á Kýpur. Erasmus verkefninu er ætlað að taka á tækni í skólastarfi, sjálfbærni og réttindum barna. Jafnframt að kynna menningu og sérstöðu landanna sem taka þátt í verkefninu.

Á mánudeginum 27. mars var móttaka í þátttökuskólanum okkar og voru nemendur þar í aðalhlutverki með söng og kynningu á landi og þjóð. Í kjölfarið voru fundir með þátttöku skólunum um ýmislegt tengt verkefninu.

Á þriðjudeginum fengum við að fylgjast með kennslu og eiga spjall við kennara og nemendur. Áhugavert var að bera saman ólíkar áherslur og aðbúnað frá því sem við erum vön hér við Þingeyjarskóla.

Á miðvikudegi og fimmtudegi var farið í skoðunarferðir um eyjuna og við frædd meira um menningu og sögu Kýpur. Kýpur á sér langa og merkilega sögu og var t.d. um tíma aðal koparuppspretta á Miðjarðarhafssvæðinu. Kýpur dregur nafn sitt af einmitt koparnum. 

Við stefnum á að taka á móti samstarfs skólunum okkar í verkefninu næstkomandi haust eða dagana 25. – 29. september.