Fjör í íþróttum

íþróttir í Ýdölum
íþróttir í Ýdölum

Eldri nemendur Barnaborgar fara einu sinni í viku í íþróttatíma í Ýdölum. Vala íþróttakennari stýrir honum. Í þessari viku vildi svo skemmtilega til að nokkrir nemendur af unglingastigi komu með í tímann og voru aðstoðarkennarar. Þau lögðu sig mikið fram við að sýna æfingarnar, aðstoða leikskólabörnin, t.d. að kasta bolta, aðstoða við að klifra, hoppa yfir hestinn (sem reyndar á 50 ára afmæli um þessar mundir!).

Leikskólabörnunum fannst þetta mjög spennandi og lögðu sig mikið fram. Vonandi verður þetta endurtekið fljótlega.