Í dag, þriðjudaginn 8. apríl, fóru nemendur og starfsfólk grunnskóladeildar Þingeyjarskóla í skíðaferð í Hlíðarfjall.
Ferðin heppnaðist vel í alla staði og veðrið lék heldur betur við okkur. Nemendur sýndu mikla takta í brekkunum og margir tóku miklum framförum.
Frábær skíðadagur og við leyfum myndunum að tala sínu máli.