- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistadeild
- Nemendur
Í morgun héldum við í Þingeyjarskóla fyrstu STÁSS stundina á þessu skólaári.
STÁSS stendur fyrir sameiginlegan tíma á stundaskrá og gengur út á sameiginlega samverustund nemenda og starfsfólks. Á STÁSS stundum gefst nemendum m.a. tækifæri til að segja frá og kynna verkefni sem þeir hafa unnið að í skólanum og þá endar samverustundin á samsöng.
Á STÁSS stund í morgun sögðu nemendur á miðstigi frá skemmtilegu þemaverkefni sem nú prýðir veggi skólans en stór hluti nemenda skólans tók þátt í að vinna verkefnið.