Góð heimsókn í Þingeyjarskóla - ADHD fræðsla

Jóna Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Kristín Gunnarsdóttir

Umhverfið þarf að tala í takt, fræðsla fyrir allt starfsfólk skóla.

Nemendur með AHDH þurfa skilning, skýr skilaboð og festu í skólanum. Þegar þetta er til staðar skapast aðstæður þar sem nemendur eflast og geta með stuðningi frá okkur tekist á við og þjálfað þá skólafærni sem verið er að vinna með hverju sinni.

Jóna Kristín Gunnarsdóttir verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum og kennari fór yfir

  • Hvað er ADHD og birtingamyndir þess
  • Hvað býr að baki krefjandi hegðunar, hvernig má draga úr henni
  • Tilfinningalæsi og skynjun
  • Samskipti heimilis og skóla
  • Samskipti og viðhorf starfsfólks

 

Hvað er eiginlega þetta ADHD! Fræðsla fyrir nemendur,

Skilningur eykur umburðarlyndi og mikilvægt er að bæði nemendur með ADHD og aðrir læri um ADHD og geti sett sjálfum sér og öðrum mörk ásamt því að öðlast betri skilning á hvað fylgir ADHD.

Jóna Kristín Gunnarsdóttir verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum og kennari fór yfir

  • Hvað er ADHD
  • Styrkleikar og veikleikar
  • Samskipti og sjálfsmynd

 

ADHD og allt hitt! Fræðsla fyrir foreldra, aðstandendur og aðra sem hafa áhuga

ADHD er ekki aðeins aukin orka eða truflun – það er fjölbreyttur veruleiki sem sífellt fleiri lifa með. Með auknum skilningi og réttri nálgun getum við hjálpað börnum að finna styrkleika sína og byggja upp sterka sjálfsmynd.

Jóna Kristín Gunnarsdóttir verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum og kennari fór yfir

  • Hvað er ADHD og birtingamyndir þess
  • Hvað býr að baki krefjandi hegðunar, hvernig má draga úr henni
  • Tilfinningalæsi og skynjun
  • Samskipti heimilis og skóla
  • ADHD er ástæða ekki afsökun
  • Hvernig við öll – sem foreldrar, systkini, frænkur, frændur og vinir – getum verið partur af lausninni