Haustfundur Þingeyjarskóla
Miðvikudaginn 24. september 2025
Kl. 16:30 í borðsal Þingeyjarskóla.
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á haustfund Þingeyjarskóla þar sem farið verður yfir mikilvæg málefni skólastarfsins og gefst tækifæri til að hitta starfsfólk og aðra foreldra, spyrja spurninga og eiga gott samtal um skólasamfélagið okkar.
Dagskrá:
Sameiginleg málefni:
Áhersla verður lögð á að kynna starfsfólk, miðla upplýsingum og skapa vettvang þar sem foreldrar geta átt samtal sín á milli og við starfsfólk skólans.
Kaffi og meðlæti verður í boði í mötuneytinu og hvetjum við foreldra til að setjast þar niður og nýta tækifærið til að kynnast betur.
Markmið fundarins er að efla samvinnu, traust og tengsl milli heimila og skóla – í þágu farsældar og velferðar barna.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Kær kveðja,
Starfsfólk Þingeyjarskóla