Haustgleði Þingeyjarskóla

Haustgleði Þingeyjarskóla verður haldin í Ýdölum föstudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00. Þar sýna nemendur á unglingastigi ásamt nemendum í 3. og 4. bekkur leikritið Blái hnötturinn sem  byggt er á bókinni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Sagan segir frá lífinu á bláa hnettinum sem er langt úti í geymnum.  Þar búa bara börn sem lifa og leika sér í sátt og samlyndi þar til dag einn að þangað kemur undarlegur gestur, maður að nafni Glaumur. Glaumur er þeim hæfileikum gæddur að hann getur látið ýmsar óskir barnanna rætast en það hefur þó ýmislegt ófyrirséð í för með sér. Þá reynir á börnin, ráðsnilld þeirra og skynsemi. 
Að leiksýningu lokinni verður stiginn dans. 
Miðaverð : 1500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri, frítt fyrir leikskólabörn og  grunnskólabörn í Þingeyjarsveit. Ekki er posi á staðnum.
Sjoppa á staðnum. 
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.