Haustgleði Þingeyjarskóla

Nemendur unglingastigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 3. og 4. bekkja ætla að frumsýna leikritið Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson þann 12. nóvember kl. 20.00. 

Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir á sýninguna en við biðjum þá um að gæta að persónulegum sóttvörnum og bera andlitsgrímur á meðan á sýningu stendur.

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri utan Þingeyjarsveitar og frítt fyrir leikskólabörn.

Sýningunni verður einnig streymt  á þessari slóð https://www.twitch.tv/thingeyjarskoli 

Þar sem svona viðburðir hafa verið helsta fjáröflun unglingastigs þá langar okkur til að biðja ykkur sem horfið á og hafið tök á að styrkja krakkana. Reikningsnúmerið er: 1110-15-201770, kt. 490419-2680.

Leikskrá þar sem allar helstu upplýsingar um persónur og leikendur koma fram má nálgast hér.

Með von um góða skemmtun.

Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla