Í skólabyrjun að hausti hefur myndast sú hefð að vera með þematengda viku sem rúllar ár frá ári mismunandi þema. Núna tókum við fyrir þemað Líf á landi.
Nemendur yngsta stigsins heimsóttu Vaglaskóg, nemendur miðstigs Kjarnaskóg og unglingadeildin okkar fór í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.
Út frá þessum þemum verða til ýmis verkefni og listaverk. Yngsta stigs teymið útbjó listaverk sem þau kalla Ævintýraskógurinn.