Lestrarátakið "Hrekkjavökulestur"

Nýlega fór fram lestrarátak undir heitinu Hrekkjavökulestur.

Nemendur fylltu út lestrarmiða í formi drauga, norna og fleiri furðuvera sem síðan voru festar á stóran kóngulóarvef á bókasafninu.

Þeir nemendur sem tóku þátt lásu alls í 4.524 mínútur. Í dag voru dregnir út heppnir lesarar af hverju stigi og hlutu í verðlaun glænýjar bækur eftir íslenska höfunda.

 

Nemendur spenntir fyrir nýjum bókum

Nemendur að vonum spenntir yfir nýjum bókum á safninu.

 

Kósý á bókasafni

Heimild til síðari tíma um lestur á tímum covid.