Norræn goðafræði á yngsta stigi

Föstudaginn 21. apríl buðu nemendur yngsta stigs foreldrum hingað í skólann til að sjá afrakstur verkefnis um norræna goðafræði sem við höfum verið að vinna að undanfarnar vikur. Nemendum var skipt í hópa - jafn marga og heimarnir eru og hver hópur sagði frá sínum heimi og hvernig þau ákváðu að búa hann til. Úr þessu varð mjög skemmtileg sýning. Takk kærlega fyrir komuna kæru foreldrar og þið sem hlupuð í skarðið fyrir þá sem ekki komust.