Páskaeggjaleit og páskafrí

STÁSS tími vikunnar var í umsjón unglingastigs og að þessu sinni skipulögðu nemendur páskaeggjaleit fyrir alla grunnskólanemendur.
Nemendur unglingastigs földu lítil páskaegg á skólalóðinni og síðan unnu allir grunnskólanemendur saman að því að leita og finna eggin.
Öll eggin fundust fyrir rest og fengu allir nemendur eitt lítið páskaegg að launum með málshætti.

Skemmtileg og vel heppnuð STÁSS stund sem allir höfðu gaman af, bæði nemendur og starfsfólk.

Eftir daginn í dag fara nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla í páskaleyfi en skóli hefst að nýju þriðjudaginn 22. apríl samkvæmt stundaskrá.

Gleðilega páska.