Samfélagslöggan í heimsókn

Í gær komu samfélagslögreglumenn og hittu nemendur á mið- og unglingastigi.

Markmið heimsókna að þessu tagi er fyrst og fremst að miðla upplýsingum og efla öryggi og þekkingu er varða samskipti, netöryggi, ofbeldi, umferðaröryggi o.s.frv.

Almenn ánægja var meðal nemenda með heimsóknina og sýndu nemendur erindinu mikinn áhuga og voru duglegir að spyrja.

Að lokum fengu nemendur að skoða búnað lögreglunnar, bæði þann sem lögreglufólk gengur með á sér dags daglega og búnað í lögreglubílum.