Skólahald grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla fellur niður fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars.

Ekki verður keyrt á fjarnám þessa síðustu tvo daga fyrir páskaleyfi en starfsmenn munu nota þá daga til að undirbúa það að fara í hugsanlega fjarkennslu eftir páskaleyfi grunn- og tónlistardeildar skólans.
Grunnskólanemendur eru sem sé komnir í páskaleyfi.

Óskum öllum gleðilegra páska.