Skólanum færð gjöf

Jóhann skólastjóri tekur við gjöfinni frá Diddu
Jóhann skólastjóri tekur við gjöfinni frá Diddu

Kristjana Helgadóttir eða "Didda okkar í eldhúsinu" e.o. við flest við Þingeyjarskóla köllum hana, kom færandi hendi í tilefni 50 ára skólastarfs á Hafralæk.

Skólastarf hófst í húsnæði Þingeyjarskóla á Hafralæk þann 16.10. 1972.

Didda hætti sem matráður við Þingeyjarskóla vorið 2021 eftir áratuga starf við skólann. Kristjana hóf störf við stofnun þáverandi Hafralækjarskóla haustið 1972 (hún reyndar var farin að vinna í grunninum við byggingu skólans fyrir þann þann tíma)  og starfaði nánast óslitið við skólann allar götur síðan. Þannig að segja má að Didda hafi verið samofin sögu skólans frá upphafi eða í þessi 50 ár sem skóli hefur verið starfræktur á Hafralæk. Þetta hlýtur að vera nánast einsdæmi.   

Við þökkum Diddu kærlega fyrir þessa góðu gjöf.