Í ljósi aðstæðna og síðustu frétta af útbreiðslu COVID-19, höfum við ákveðið að fara í fjarnám með alla nemendur grunnskólans.
Mikilvægt er að við komum upp rútínu varðandi námið.
Kennarar eru að skipuleggja hvernig fjarnáminu verður háttað og munu verða í sambandi við foreldra í dag með frekari upplýsingar.
Núna erum við öll að upplifa hluti sem eru nýir fyrir okkur og eflaust eigum við eftir að reka okkur á hluti sem betur mega fara. Það er og verður mikilvægt að það sé virkt samtal á milli skólans og heimilinna. Kennarar munu með einum eða öðrum hætti hafa daglegt samband við heimilin.
Þetta kostar heilmikið samstarf allra í skólasamfélaginu og munum við kappkosta að gera þetta eins vel og við framast getum.
Allt saman er þetta framkvæmanlegt með einum eða öðrum hætti og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að koma sterkari útúr þessu þegar um hægist.
Þeir foreldrar sem tilheyra svokölluðum forgangshópi og eiga börn á yngsta stigi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólann ef þeir hafa ekki tök á því að hafa sín börn heima. Við munum reyna e.o. við getum að þjónusta heimilin hvað það varðar.
Vil hrósa ykkur foreldrum, börnunum ykkar og starfsfólki fyrir það að hafa tekist á við þessa hluti af yfirvegun, jákvæðni og ró. Gott að sjá þann samtakamátt sem allir búa yfir þegar á reynir. Þetta eru skrýtnir tímar og eiga sér ekki hliðstæðu hjá okkur.
Allar ábendingar eru vel þegnar frá ykkur kæru foreldrar/forráðamenn og hvet ég ykkur að vera í sambandi nú sem fyrr.
Kveðja góð.
Skólastjóri