Þróunarverkefnið Efling læsis á mið- og unglingastigi fékk á dögunum styrk úr Sprotasjóði.
Verkefnið miðar að því að efla læsiskennslu, m.a með því að nýta samvirkar læsiskennsluaðferðir og samþætta vinnu með orðaforða, lesskilning, lesfimi, ritun, samræðu, tjáningu og hlustun í skólastarfi.
Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla og styrkir verkefni sem stuðla að þróun og nýjungum í skólastarfi í samræmi við stefnur stjórnvalda og aðalnámskrá. Áhersluþættir sjóðsins árið 2025 voru:
Þingeyjarskóli hefur undanfarin tvö ár verði í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri þar sem unnið hefur verið markvisst með lestur.
Næsta skólaár verður það þriðja í því samstarfi og verða áherslur næsta skólaárs samræður, tjáning og hlustun.
Markmið verkefnisins er að efla læsisfærni nemenda frá ári til árs og flétta læsi inn í allt skólastarf alla daga ársins. Allir kennarar skólans taka þátt í verkefninu en með þátttöku í verkefninu taka kennarar þátt í lærdómsferli, þeir ígrunda eigið starf og tileinka sér nýja þekkingu í samstarfi við starfsfélaga og ráðgjafa frá MSHA.
Í verkefninu er unnið með læsi þvert á námsgreinar og fá kennarar leiðsögn og þjálfun í að kafa dýpra í viðfangsefni með nemendum og nota verkfæri á borð við gagnvirkan lestur, hugtakagreiningu, ritunarramma, samræður o.fl. til að efla skilning og nám nemenda. Lögð er áhersla á að kennarar og nemendur tileinki sér fjölbreyttar og hagnýtar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að séu árangursríkar í að efla læsi.
Þingeyjarskóli vinnur statt og stöðugt að því að efla læsi en við hlökkum til að setja enn meiri kraft í lestrarkennslu og -færni nemenda á komandi skólaári.
Úthlutun úr Sprotasjóði 2025 - frétt Stjórnarráðsins