Upplýsingar frá skólastjóra

Hulda Svanbergsdóttir er staðgengill skólastjóra í grunnskólanum, Birna Óskarsdóttir í Krílabæ og Nanna Marteinsdóttir í Barnaborg. 
Í fyrravetur vorum við í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum er viðkom verklegum raungreinatímum unglingadeildar.  Það gafst mjög vel og mikil ánægja með samstarfið.  Áframhald verður á því nú í vetur að unglingarnir okkar njóti þessa.
Yngstu nemendur grunnskólans verða á sundnámskeiði framað 23. september.  Stefnd er að því að fara reglulega með nemendur eldri árganga leikskóladeildanna að afloknu sundnámskeiði í íþróttatíma á Laugum.  
Næstkomandi föstudag, 16. september,  er starfsdagur í grunnskólanum og nemendur í fríi þann dag.  Kennarar munu sækja BKNE þing á Akureyri.
20. september hefur foreldrafélag grunnskólans boðað aðalfund sinn.  Fundurinn mun verða í húsnæði grunnskólans og hefst fundurinn kl. 20:00. 
22. og 23. september verða samræmt próf í íslensku og stærðfræði hjá 7. bekk.  
4. bekkur er síðan viku seinna í sínum samræmdu prófum eða 29. og 30. september.
26. september fáum við ágæta heimsókn er Sigga Dögg kynfræðingur kemur til okkar og mun hún verða með fyrirlestur fyrir unglingana okkar að deginum.  Stefnum á að halda fyrirlestur fyrir foreldra um kvöldið.  Yrði sameiginlegt fyrir Þingeyjarskóla og Framhaldsskólann á Laugum.
28. – 30. september fer elsti marimbahópurinn okkar í tónleikaferðalag suður til Reykjavíkur.
Minni á fésbókarsíðu skólans sem og heimasíðuna.  
 
Hvet ykkur sem áður að hafa samband ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri eða vanhagið upplýsinga um.
 
Bestu kveðjur.
Jóhann Rúnar Pálsson
Skólastjóri Þingeyjarskóla