Vorgleði Þingeyjarskóla 26. apríl kl. 20:00

Vorgleði Þingeyjarskóla árið 2022 verður haldin í Ýdölum þann 26. apríl kl. 20:00.


Á vorgleðinni munu nemendur á miðstigi ásamt nemendum í 1. og 2. bekk Þingeyjarskóla setja upp leiksýninguna "Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner.

 

Sýningin hefst klukkan 20:00 en að henni lokinni ætlum við að halda ball fyrir nemendur og gesti. 

Þar eru að sjálfsögðu öll velkomin!

Nemendur og kennarar hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu og við æfingar en vert er að minnast  á að nemendurnir sjá sjálfir, í samstarfi við tónlistardeild, um tónlistina í verkinu.

Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir 6-16 ára. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri.

Frítt inn fyrir alla grunnskólanemendur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.