Skólinn okkar

Þingeyjarskóli 

Þingeyjarskóli varð til 2012 með sameiningu Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla í tvær deildir á tveimur stöðum ásamt leikskóladeildunum Krílabæ og Barnaborg. Tónlistadeildir beggja starfstöðva féllu einnig undir þessa sameiningu.
Þingeyjarskóli var svo sameinaður undir eitt þak 2015 að Hafralæk, eftir miklar endurbætur á húsnæðinu. Leikskóladeildirnar sameinuðust ekki undir sama þak heldur eru þær áfram að Laugum og Iðjugerði.  Árið 2019 var starfsemi leikskólans Barnaborgar í Iðjugerði færð í húsnæði Þingeyjarskóla á Hafralæk.