Dýrmæt gjöf

Gjöf frá Siggu á Núpum
Gjöf frá Siggu á Núpum

Við í leikskólanum Barnaborg fengum dýrmæta sendingu frá Sigríði Sigurðardóttur á Núpum. Listilega prjónaða lopaleista og ullarvettlinga sem passa á litlar hendur og fætur. Sigríður hefur margsinnis áður gefið Barnaborg vettlinga og sokka og við erum henni afskaplega þakklát. Þessi gjöf á eftir að nýtast vel!